Fjölskyldu- og styrktarsjóður BSRB - 2. des. 2003

Að gefnu tilefni er þeim sjúkraliðum sem eru í fæðingarorlofi eða eru að sækja um fæðingarorlof að kynna sér vel réttindi sín.

 

Fjölskyldu- og styrktarsjóður BSRB greiðir á móti fæðingarorlofssjóði ef sýnt þykir að kona hefði fengið hærri greiðslur fyrir gildistöku laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof.

Munið að setja X-ið! Þegar sótt er um úr Fæðingarorlofssjóði þarf að fylla út umsókn hjá Tryggingastofnun ríkisins. Á umsóknareyðublaðinu eru reitir þar sem umsækjandi er beðinn um að setja x þar sem það á við, m.a. hvort viðkomandi óski eftir því að stéttarfélagsgjöld verði dregin frá greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Þeir sem merkja x við þann reit teljast félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi. Réttarstaða hinna sem ekki kjósa að krossa í þennan reit er hins vegar önnur. Þeir teljast ekki félagsmenn á meðan fæðingarorlofi stendur og missa því rétt úr vísindasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði. Með öðrum orðum, til að halda sjóðsréttindum í fæðingarorlofi er nauðsynlegt að greiða stéttarfélagsgjald. Sé það greitt greiðir fjölskyldu- og styrktarsjóður (FOS) mótframlag til sjóða BSRB og sjóðfélagi heldur öllum sínum réttindum og heldur áfram að vinna sér inn réttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Engin lagaheimild er fyrir Tryggingastofnun ríkisins að draga stéttarfélagsgjöld óumbeðið af greiðslum í fæðingarorlofi. Því er óhjákvæmilegt að hafa spurningu á eyðublaðinu vegna fæðingarorlofsgreiðslu um hvort umsækjandi vilji vera áfram í sínu félagi og þar með greiða til þess félagsgjöld. Er því nauðsynlegt að minna félagsmenn á það að standa vörð um réttindi sín og félagsaðild og krossa í viðeigandi reit. Umsóknareyðublaðið í Fæðingarorlofssjóð og tilkynningareyðublöðin til atvinnurekanda geta breyst er fram líða stundir en við munum leitast við að hafa nýjustu útgáfurnar hér á vefnum.  www.bsrb.is (orlof)

Upplýsingar

Munið að setja X-ið!
Þegar sótt er um úr Fæðingarorlofssjóði þarf að fylla út umsókn hjá Tryggingastofnun ríkisins. Á umsóknareyðublaðinu eru reitir þar sem umsækjandi er beðinn um að setja x þar sem það á við, m.a. hvort viðkomandi óski eftir því að stéttarfélagsgjöld verði dregin frá greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Þeir sem merkja x við þann reit teljast félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi.

Réttarstaða hinna sem ekki kjósa að krossa í þennan reit er hins vegar önnur. Þeir teljast ekki félagsmenn á meðan fæðingarorlofi stendur og missa því rétt úr vísindasjóði, orlofssjóði og starfsmenntunarsjóði. Með öðrum orðum, til að halda sjóðsréttindum í fæðingarorlofi er nauðsynlegt að greiða stéttarfélagsgjald. Sé það greitt greiðir fjölskyldu- og styrktarsjóður (FOS) mótframlag til sjóða BSRB og sjóðfélagi heldur öllum sínum réttindum og heldur áfram að vinna sér inn réttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Engin lagaheimild er fyrir Tryggingastofnun ríkisins að draga stéttarfélagsgjöld óumbeðið af greiðslum í fæðingarorlofi. Því er óhjákvæmilegt að hafa spurningu á eyðublaðinu vegna fæðingarorlofsgreiðslu um hvort umsækjandi vilji vera áfram í sínu félagi og þar með greiða til þess félagsgjöld. Er því nauðsynlegt að minna félagsmenn á það að standa vörð um réttindi sín og félagsaðild og krossa í viðeigandi reit.

 

Umsóknareyðublaðið í Fæðingarorlofssjóð og tilkynningareyðublöðin til atvinnurekanda geta breyst er fram líða stundir en við munum leitast við að hafa nýjustu útgáfurnar hér á vefnum.  www.bsrb.is (orlof)