Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands - 18. nóv. 2002

Vaktavinna, svefn og heilsa
Áhrif óreglulegs vinnutíma á heilbrigði og lífsgæði

 
Fjallað er um áhrif vaktavinnu á vellíðan og heilsu. Farið verður yfir þá þætti sem helst hafa áhrif á svefn og líðan og greint frá áhrifum mismunandi tegunda vaktavinnu. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakenda á samspili allra þeirra þátta sem áhrif hafa á þá sem vinna við hvers konar vaktavinnukerfi og gera þá hæfari til þess að skipuleggja vinnuna, þannig að til hagsbóta sé fyrir bæði starfsmenn og fyrirtæki.

Leitast verður m.a. við að svara eftirfarandi spurningum:

1. Hvers vegna hefur óreglulegur vinnutími mikil áhrif á fólk?
2. Hver eru tengslin milli vinnutíma og svefns?
3. Hvernig er svefninn skipulagður og hvers vegna er hann mikilvægur þegar áhrif vaktavinnu eru metin?
4. Hvað má gera við svefnvanda sem skapast af óreglulegum vinnutíma?
5. Hvernig er best að skipuleggja vaktavinnu?
6. Af hverju skiptir máli hvernig vaktavinnan er skipulögð?
7. Eru allir jafnfærir um að stunda vaktavinnu?
8. Hvað gerist þegar starfsmenn eldast?
9. Hvernig er hægt að takast á við afleiðingar vaktavinnu?
10. Hvernig tengist vaktavinna almennum lífsgæðum manna?

Kennari: Júlíus Kr. Björnsson sálfræðingur
Tími: Fim. 21. og 28. nóv. kl. 9:00-12:00.
Verð: 18.600 kr.

Skráning: http://www.endurmenntun.hi.is/stjorns_flokk.asp?ID=114H02

Einnig má skrá sig í síma Endurmenntunar: 525 4444.
Ef þú óskar ekki eftir upplýsingum um námskeið á tölvupósti, vinsamlegast hafðu samband við Endurmenntun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.