Formaður félagsins í árs leyfi - 25. des. 2002

Kristín Á. Guðmundsdóttir fer í eins árs leyfi frá störfum á meðan hún mun stunda sérnám í hjúkrun aldraðra sem fram fer í Ármúlaskóla. Skólinn byrjar í janúar 2003. Kristín mun þrátt fyrir það vera til staðar ef um veigamikil atriði verða að ræða á meðan á námstímanum stendur. Auk þess mun hún sitja stjórnarfundi félagsins og vera í sambandi við varaformann og starfsmenn á skrifstofunni.

Varaformaður Ásta Harðardóttir mun verða til staðar á skrifstofu félagsins tvisvar í viku, eftir hádegi á mánudögum og föstudögum.