Kristín Á. Guðmundsdóttir fer í eins árs leyfi frá störfum á meðan hún mun stunda sérnám í hjúkrun aldraðra sem fram fer í Ármúlaskóla. Skólinn byrjar í janúar 2003. Kristín mun þrátt fyrir það vera til staðar ef um veigamikil atriði verða að ræða á meðan á námstímanum stendur. Auk þess mun hún sitja stjórnarfundi félagsins og vera í sambandi við varaformann og starfsmenn á skrifstofunni.

Varaformaður Ásta Harðardóttir mun verða til staðar á skrifstofu félagsins tvisvar í viku, eftir hádegi á mánudögum og föstudögum.

Laugardaginn 21. desember n.k. útskrifast þrettán sjúkraliðar frá Ármúlaskóla með eins árs sérnám í hjúkrun aldraðra. Ef að líkum lætur þá er um að ræða mikil tímamót í sögu stéttarinnar og ekki síður tímamót fyrir þær stofnanir sem veita öldruðum þjónustu. Sjúkraliðafélagið vill koma á framfæri árnaðaróskum til þeirra sem náð hafa þessum merka áfanga og ekki síður þeim sem stóðu að þessari nýbreitni þ.e. Ármúlaskóla, heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og öðrum sem að málinu komu...

Viðbótarnám fyrir sjúkraliða veitir þeim þekkingu og færni sem miðast við að þeim sé falin aukin ábyrgð á ýmsum þáttum sem lúta að skipulagi og stjórnun í samræmi við eftirfarandi:

 

-   Þeir taka ábyrgð á tiltekinni stjórnun á sjúkradeildum og öðrum starfseiningum í ríkara  mæli en áður. Í því felst m.a. að skipuleggja vinnu samstarfsmanna á vakt í samvinnu við stjórnanda deildar, starfsseiningar eða sviðs.

-   Þeir forgangsraða tilteknum verkum og meta hvað er brýnast hverju sinni.

-   Þeir útdeila verkum til annarra sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks og fylgjast með  framkvæmd þeirra verka.

-   Þeir taka á móti nýjum sjúkraliðum og ófaglærðu fólki og kynna þeim störfin og starfsemi deildarinnar. Þeir eru tengiliðir við slíkt starfsfólk og leiðbeina því í ferli starfsaðlögunar.

-   Þeir sinna tilteknum sjúklingahópi á einingu/vakt og eru ábyrgir gagnvart yfir­manni, bæði hvað varðar eigin störf og einnig að þeir sem starfa undir þeirra stjórn sinni sínu af kostgæfni.

-   Á einingum þar sem einstaklingsbundin hjúkrun er viðhöfð, bera þeir ábyrgð á hjúkrun tiltekins einstaklings eða einstaklinga samkvæmt ákvörðun yfirmanns en geta líka haft eftirlit og skipulagt störf annarra fyrir þá einstaklinga.

 

Sjúkraliðar sem lokið hafa viðbótarnámi hafa þekkingu og færni til að gegna verkefnum og bera ábyrgð í samræmi við eftirfarandi:

 

-   Að vera tengiliðir við tiltekna skjólstæðinga og sinna samskiptum við þá og aðstandendur þeirra.

-   Að bera ábyrgð á ýmsum persónulegum eigum ásamt hjálpar- og stoðtækjum skjólstæðinga sinna og hafa umsjón með að hlutir til daglegra nota séu í samræmi við þarfir hverju sinni. 

-   Að þekkja persónuleg áhugamál og venjur skjólstæðinganna og beita sér fyrir því að tekið sé mið af þessu í daglegri umönnun.  Að fylgjast með því að frumþarfir hvers einstaklings séu í fyrirrúmi og gæta þannig margvíslegra hagsmuna skjól­stæðinga sinna á hverri legudeild eða annarri starfseiningu.

-   Að hafa samskipti við aðstandendur sjúklings um margvíslega þætti er snerta starfssvið sjúkraliða og hjúkrunar, og vera tengiliðir aðstandenda í málum skjól­stæðinganna. 

-   Að tryggja að aðstandendur fái þær upplýsingar sem þeir þurfa að hafa um deildina, s.s. útgefið efni og ýmis skipulagsmál.

-   Að taka að sér tiltekna skjólstæðinga og vaka sérstaklega yfir hag þeirra og réttindum á sjúkradeildinni.

1.
Úrvinnsla úr bókun 4: Aðilar eru sammála um að byggja launaákvarðanir hjá Félasþjónustunni vegna starfsþróunar út frá hæfnismati sem tekur mið af starfstíma sjúkraliðans hjá Reykjavíkurborg. Viðmiðunarreglur verða sem hér segir:
Eftir 5 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg: +1 lfl
Eftir 17 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg: +1 lfl

2.
Sérfræðingar aðila munu fyrir 1. mars 2003 fara yfir framkvæmd á þessu samningsákvæði í samræmi við kjarasamninginn.
Miðað er við að endurröðun skv ofangreindu taki gildi hinn 1. maí 2002 og verði til útborgunar í desember 2002

Það er hún sem er á myndinni hægra megin,  en Björg er vinstra megin. Myndirnar verða settar inn svo fljótt sem forritið verður lagað.

Nýtt símanúmer:  581 4814
gsm: Björg: 899 5942
gsm: Ingibjörg: 895 0121

Fax. 568 0335

Netföng. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Heimilisfang: Ármúli 12 / 108 Reykjavík
Kennitala: 590182-0959

Fjarkennslubúnaður er í stofu V-13 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Innhringinúmer er 568 0293
Búnaðurinn er leigður út til kennslu og fundarhalda.

Félagsmálaskóli BSRB
Trúnaðarmannanámskeið í Munaðarnesi 25. nóv. - 27. nóv. 2002

Þriðjudagur 26. nóvember

Brottför frá Grettisgötu 89, húsnæði BSRB kl. 18.00 mánudaginn 25. nóvember. Stoppað í Hyrnunni, Borgarnesi, svo fólk geti fengið sér kvöldverð og verslað ef það þarf. Þegar komið verður í Munaðarnes mun fólk koma sér fyrir.

Trúnaðarmannanámskeið í Munaðarnesi 25. nóv. - 27. nóv. 2002

;

kl. 8.00 Morgunmatur
kl. 9.00 12.00
Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýsingafulltrúi BSRB: Hlutverk trúnaðarmannsins og lög og reglur sem varða trúnaðarmanninn.
kl. 12:00 - 13:00
Hádegismatur
kl. 13:00 18.00
Réttum úr kútnum og heyrumst!

Brottför frá Grettisgötu 89, húsnæði BSRB kl. 18.00 mánudaginn 25. nóvember. Stoppað í Hyrnunni, Borgarnesi, svo fólk geti fengið sér kvöldverð og verslað ef það þarf. Þegar komið verður í Munaðarnes mun fólk koma sér fyrir.Þriðjudagur 26. nóvember

Kristín Á. Ólafsdóttir, leikari, leiðbeinir um tjáningu og stýrir æfingum þátttakenda
kl. 19:30 - .....   Matur. Kvöldvaka eftir því sem andinn innblæs þátttakendum

Fimmtudagur 27. nóvember

Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýsingafulltrúi BSRB: Hlutverk trúnaðarmannsins og lög og reglur sem varða trúnaðarmanninn.

kl. 8.00 Morgunmatur
kl. 09:00 - 12:30
Listin að segja það sem maður meinar og meina það sem maður segir og orða það þannig að hinn vilji hlusta.
Hugo Þórisson, sálfræðingur
kl. 12:30 - 13:30
Hádegismatur.

kl. 12:00 - 13:00

Tiltekt og frágangur í húsunum.

Hádegismatur

kl. 13:30 15.00
Gunnar Gunnarsson hagfræðingur BSRB  fjallar um skattamál
kl. 15:00 - 15:15
Kaffi
kl. 15:15 - 16:30
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, ræðir um uppbyggingu og starfssvið BSRB og aðildarfélaganna, og í víðara samhengi um gildi og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar.
kl. 16:30 - 17:00
Þátttakendur meta námskeiðið
kl. 17:00
Námskeiði slitið
kl. 17:15
Brottför

Kostnaður á mann vegna námskeiðsins er 7.000 krónur og er þá miðað við einn mann í herbergi, en í boði eru þriggja og tveggja herbergja hús. Í verðinu er innifalið gisting matur og kostnaður af námskeiðinu, en ekki ferðir til og frá Munaðarnesi.

Þeir sem hyggjast nota rútu frá BSRB og til baka aftur þurfa að tilkynna skrifstofu BSRB það  fyrir 25. október og hafi þeir tilkynnt sig í rútuna þurfa félögin að greiða fyrir farið þótt þeir noti annan samgöngumáta til að koma sér í Munaðarnes. Verð í rútu er 1.300 kr. á mann fram og til baka. Eins og fram kom í upphafi bréfsins fer rútan kl. 18.00 frá húsnæði BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík og brottför frá Munaðarnesi er áætluð kl. 17.15.

Sigurður Á. Friðþjófsson upplýsingafulltrúi BSRB
Sími 5258300, 8622551
netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vaktavinna, svefn og heilsa
Áhrif óreglulegs vinnutíma á heilbrigði og lífsgæði

 
Fjallað er um áhrif vaktavinnu á vellíðan og heilsu. Farið verður yfir þá þætti sem helst hafa áhrif á svefn og líðan og greint frá áhrifum mismunandi tegunda vaktavinnu. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakenda á samspili allra þeirra þátta sem áhrif hafa á þá sem vinna við hvers konar vaktavinnukerfi og gera þá hæfari til þess að skipuleggja vinnuna, þannig að til hagsbóta sé fyrir bæði starfsmenn og fyrirtæki.

Leitast verður m.a. við að svara eftirfarandi spurningum:

1. Hvers vegna hefur óreglulegur vinnutími mikil áhrif á fólk?
2. Hver eru tengslin milli vinnutíma og svefns?
3. Hvernig er svefninn skipulagður og hvers vegna er hann mikilvægur þegar áhrif vaktavinnu eru metin?
4. Hvað má gera við svefnvanda sem skapast af óreglulegum vinnutíma?
5. Hvernig er best að skipuleggja vaktavinnu?
6. Af hverju skiptir máli hvernig vaktavinnan er skipulögð?
7. Eru allir jafnfærir um að stunda vaktavinnu?
8. Hvað gerist þegar starfsmenn eldast?
9. Hvernig er hægt að takast á við afleiðingar vaktavinnu?
10. Hvernig tengist vaktavinna almennum lífsgæðum manna?

Kennari: Júlíus Kr. Björnsson sálfræðingur
Tími: Fim. 21. og 28. nóv. kl. 9:00-12:00.
Verð: 18.600 kr.

Skráning: http://www.endurmenntun.hi.is/stjorns_flokk.asp?ID=114H02

Einnig má skrá sig í síma Endurmenntunar: 525 4444.
Ef þú óskar ekki eftir upplýsingum um námskeið á tölvupósti, vinsamlegast hafðu samband við Endurmenntun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Multiple Sclerosis
MS er sá króníski taugasjúkdómur sem er hvað algengastur hjá ungu fólki. Fallað er um einkenni og þróun sjúkdómsins, meðferðarhorfur og faraldsfræði. Einnig um sjúkdómsmynstur og einkenni, helstu breytingar sem verða á sjúklingum, líffræðilegar og sálfræðilegar, læknisfræðilega nálgun og endurhæfingu. Þá er farið í arfgengi MS, áhrif streitu á sjúkdóminn, áhrif mataræðis, sýkingar og rannsóknir. Hvernig bregst fólk við sjúkdómsgreiningu og hvernig er hægt að aðstoða það við að lifa með sjúkdóminn?
Dagskrá:  http://www.endurmenntun.hi.is/pdf/Multiple_Sclerosis.pdf

Umsjón: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og John Ernest Benedikz sérfræðingar í taugasjúkdómum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Fyrirlesarar: John Benedikz, Elías Ólafsson prófessor í taugalæknisfræðum, Páll Ingvarsson endurhæfingarlæknir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Albert Páll Sigurðsson sérfræðingur í taugasjúkdómum, Ólafur Kjartansson, taugaröntgenlæknir, Ragnheiður Fossdal líffræðingur, Vilborg Traustadóttir MS-sjúklingur, Sigurbjörn Halldórsson MS-aðstandandi, Þuríður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Ragnar Friðbjarnarson sjúkraþjálfari, Ása Dóra Konráðsdóttir sjúkraþjálfari, Margrét Sigurðardóttir iðjuþjálfi, Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur og Margrét Sigurðardóttir félagsráðgjafi með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð.

Tími: Fim. 21. kl. 9:00-16:00 og fös. 22. nóv. kl. 9:00-15:15.
Verð: 18.200
Skráning: http://www.endurmenntun.hi.is/heilbr_flokk.asp?ID=261h02
Einnig má skrá sig í síma Endurmenntunar: 525 4444.
Ef þú óskar ekki eftir upplýsingum um námskeið á tölvupósti, vinsamlegast hafðu samband við Endurmenntun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mál þetta var höfðað 12. nóvember 2001, þingfest 15. sama mánaðar og dómtekið 26. september 2002. Stefnandi var Halldóra Guðmundsdóttir trúnaðarmaður á Arnarholti gegn Landspítala háskólasjúkrahúsi.

Af hálfu stefnanda flutti málið Gísli Guðni Hall hdl. en af hálfu stefnda Óskar Thorarensen hrl.

Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn.

Málavextir voru þeir að Halldóra sem starfað hefur til margra ára á Arnarholti, sem var deild innan geðsviðs Borgarspítala er málsatvik áttu sér stað, varð fyrir því að yfirmenn hennar áminntu hana með bréfi. Tilefni áminningarinnar var að mati félagsins algjörlega tilefnislaus.

Forsendur áminningarinnar var að Halldóra neitaði að mæta á fund með yfirmönnum. Hún taldi sig hafa rétt til þess að mæta með fulltrúa félagsins sér við hlið á fundinn í stað þess að funda ein með tveimur yfirmönnum.Til staðfestingar þessu lagði hún fram skriflega yfirlýsingu, að þar sem að um laugardag væri að ræða og ekki næðist í neinn frá skrifstofu Sjúkraliðafélagsins óskaði hún eftir að fundurinn væri haldinn á öðrum tíma. Í stað þess að verða við þessum tilmælum trúnaðarmannsins var honum afhent eftirfarandi áminningarbréf:

'Hér með er þér gefin skrifleg áminning vegna þess, að þú neitaðir að mæta í viðtal við hjúkrunardeildastjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra geðsviðs í dag 31. maí 1997. Jafnframt er minnt á fyrri munnlegar áminningar sem þér hafa verið veittar.'

Eftir langt ferli var áminningin felld úr gildi þann 3. maí 2000 með bréfi frá félagsmálaráðuneyti, eftir að hafa verið á borðum umbðsmanns Alþingis og  félagsmálaráðuneytis. Á meðan á þessu langa ferli stóð taldi Halldóra sig hafa verið látin gjalda þess að hún mótmælti áminningunni, með missi á yfirvinnu sem var mikil á tímabilinu.  

Stefnandi krafðist þess að stefnda yrði gert að greiða áætlaðan tekjumissi auk vaxta, miskabóta og alls málskostnaðar.

Dómurinn féllst á að stefnda væri gert að greiða stefnanda miskabætur og allan málskostnað, en þar sem ekki hafi verið fulljóst hvert launatap stefnanda væri féllst dómurinn ekki á slíkar greiðslur.

Ekki liggur fyrir hvort að málinu verði áfrýjað til hæstaréttar.

Nánar verður fjallað um málið í næsta tbl. Sjúkraliðanum.

Helstu niðurstöður skriflegra athugasemda sérhvers þátttakenda:

2. Þörfin innan deilda til að auka virkni þar:

1. Hvað gera skal til að auka virkni innan félagsins:

Helstu úrbætur voru að félagsmenn myndu hittast oftar, kynnast betur. Vera með fleiri fundi, fleiri ferðir eða skemmtifundi.

Mjög margar tillögur komu frá þátttakendum en helst bar á því að trúnaðarmenn vilja að meiri tengsl séu milli stjórnar og hins venjulega félagsmanns, að þeir séu meira hvattir til dáða og að félagsstjórnin sé sýnilegri um allt landið.

Mjög margar tillögur komu frá þátttakendum en helst bar á því að trúnaðarmenn vilja að meiri tengsl séu milli stjórnar og hins venjulega félagsmanns, að þeir séu meira hvattir til dáða og að félagsstjórnin sé sýnilegri um allt landið.

;

Einnig að meiri samheldni og samvinna ríki innan þeirra.

Einnig kom fram að þörf er á því að félagið auglýsi sig meir, sé sýnilegra.

Einnig kom fram að þörf er á því að félagið auglýsi sig meir, sé sýnilegra.

;

Jafnframt þessu að auglýsa deildina betur og bæta upplýsingaflæðið.

Menn vilja meiri samheldni í félaginu og betra upplýsingaflæði.2. Þörfin innan deilda til að auka virkni þar:

Menn vilja meiri samheldni í félaginu og betra upplýsingaflæði.

Að lokum, að hafa meira samband við aðrar deildir, auka samstarf við þær.

3. Það sem trúnaðarmaðurinn sem einstaklingur þarf að gera til að auka eigin virkni:

Jafnframt þessu að auglýsa deildina betur og bæta upplýsingaflæðið.

Hér komu fram nokkuð skýr skilaboð:  Í fyrsta lagi, að vera virkari og ræða meira um félagið við félagsmenn og upplýsa þá betur. Einnig að fá fram óskir félagsmanna og hvetja þá meir.

Að lokum, að hafa meira samband við aðrar deildir, auka samstarf við þær.

Í öðru lagi að vera almennt séð virkari, mæta betur á fundi, virkari í að koma með tillögur og taka þátt í umræðunni.

3. Það sem trúnaðarmaðurinn sem einstaklingur þarf að gera til að auka eigin virkni:

Í þriðja lagi að vera jákvæðari , kynna sér betur félagsmálin  og almennt séð fá meiri fræðslu.

III. Niðurstöður úr hópvinnu:

Í þriðja lagi að vera jákvæðari , kynna sér betur félagsmálin  og almennt séð fá meiri fræðslu.

Almennt séð eru svör hér meira dreifð en það sem fram kom á skriflegum athugasemdum sérhvers þátttakenda. Samt eru nokkur atriði sem skera sig úr.

1. Styrkleikar félagsins:

1. Styrkleikar félagsins:

Fyrst og fremst virðist starfsemi skrifstofunnar teljast til helsta styrkleika félagsins. Einnig eru menn ánægðir með formanninn.

Fyrst og fremst virðist starfsemi skrifstofunnar teljast til helsta styrkleika félagsins. Einnig eru menn ánægðir með formanninn.

Svo telja menn mikinn styrk auðvelt aðgengi að námsstyrkjum og endurmenntun.

Svo telja menn mikinn styrk auðvelt aðgengi að námsstyrkjum og endurmenntun.

Að lokum að félagið hafi verið þó nokkuð sýnilegt í kjarabaráttunni.

2. Veikleikar félagsins:

Hár meðalaldur og lítil endurnýjun er talin einn helsti ókosturinn. Einnig að félagið sé langt í frá að vera nógu vel kynnt.

Hár meðalaldur og lítil endurnýjun er talin einn helsti ókosturinn. Einnig að félagið sé langt í frá að vera nógu vel kynnt.

3. Þær breytingar sem þörf er á:

Einnig að bæta upplýsingaflæðið, t.d. að heimasíðan sé betur notuð til að koma þar fram nýjustu upplýsingum og einnig að það verði gagnvirkara.

Helstu breytingar sem eru aðkallandi eru í fyrsta lagi að það þarf að skerpa ímynd starfsins, gera það jákvætt, bæði útí þjóðfélaginu svo og einnig meðal félagsmanna svo þeir geti verið stoltir af því.

Að til staðar séu meiri tengsl stjórnar við félagsmenn en einnig við trúnaðarmenn.

Einnig að bæta upplýsingaflæðið, t.d. að heimasíðan sé betur notuð til að koma þar fram nýjustu upplýsingum og einnig að það verði gagnvirkara.

Almennt séð, meiri tengsl innan félagsins á öllum sviðum.

Að til staðar séu meiri tengsl stjórnar við félagsmenn en einnig við trúnaðarmenn.

IV. Næstu skref:

Almennt séð, meiri tengsl innan félagsins á öllum sviðum.

IV. Næstu skref:

3. Í þeim hluta stefnumótunarplaggsins sem fjallar um Stefnu og leiðir í ýmsum málum er að finna mjög góðar og tæmandi tillögur sem munu skerpa ímynd starfsins bæði inná við svo og gagnvart almenningi. Einungis þarf að forgangsraða þessum tillögum, gera nákvæmt aðgerðarplan um þær og hrinda þeim í framkvæmd.

1. Ljúka þarf stefnumótunarvinnunni sem verið hefur í gangi, breyta einhverjum áhersluatriðum í ljósi þess sem fram kom á námskeiðunum eða að skerpa það sem fyrir var. Leggja síðan það sem þegar hefur verið gert fyrir stjórnarfund/aðalfund og senda síðan til allra félagsmanna ásamt því að vera með þetta plagg á heimasíðunni.

2. Til að auka tengsl stjórnar við hinn almenna félagsmann er æskilegt að koma á Ráðgjafahópum félagsmanna og ná til ákveðins fjölda sem víst er að muni koma skilaboðum til skila, til n.k. krítisks massa sem venjuleg er um 10% félagsmanna.  Bæði er þetta nauðsynlegt til að ná upp æskilegri virkni innan félagsins, en einnig til að skerpa ímynd þess, því hún verður aldrei skýr eða sterk nema félagsmenn sjálfur séu boðberar hennar.

3. Í þeim hluta stefnumótunarplaggsins sem fjallar um Stefnu og leiðir í ýmsum málum er að finna mjög góðar og tæmandi tillögur sem munu skerpa ímynd starfsins bæði inná við svo og gagnvart almenningi. Einungis þarf að forgangsraða þessum tillögum, gera nákvæmt aðgerðarplan um þær og hrinda þeim í framkvæmd.