Ágætu sjúkraliðar.

Undirrituð fór á fjóra félagsstjórnarfundi  og einn trúnaðarmannafund á árinu. Á trúnaðarmannafundi fóru fjórir trúnaðarmenn frá Sjúkraliðafélagi Vestfjarða.

Stjórnin hittist sex sinnum til skrafs og ráðagerða í sambandi við fundi og önnur málefni.

10. – 11. nóv. 2016.

Lionsklúbbur  Vestfjarða óskaði eftir að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sæi um blóðsykur og blóðþrýstingsmælingar. Mælingarnar fóru fram í Samkaup og Bónus. Góð þátttaka var hjá sjúkraliðum 

Sjá skýrslu

Aðalfundur Vestfjarðardeildarinnar var haldinn 3.nóvember.

Hann var haldin í Bryggjukaffi á Flateyri. Þar var farið yfir ýmis mál og árið gert upp t.d lífeyrismál, trúnaðarmannaráð, einkavæðing í heilbrigðiskerfinu, ásamt hugmyndum um ábyrgð og hlutverk stjórna svæðisdeilda og margt fleira.

Helga Rebekka gjaldkeri lagði fram reikninga og fjárhaldsáætlun næsta árs til samþykktar.

 Bergdís Sveinsdóttir hætti sem formaður og einnig Sigurbjörg Kjartansdóttir meðstjórnandi.

 

Sjá ársskýrsluna í heild sinni 

Aðalfundur vestfjarðardeildarinnar var haldin í Bolungarvík 22.október 2015 í miðju verkfalls baráttunni og var hann vel sóttur enda hiti í mönnum og margar spurningar varðandi verkfallið.  Fundastjóri var Margrét Þóra Ólafsdóttir sem stóð sig með mikilli prýði. Farið var yfir árið hjá Aðalfundur vestfjarðardeildarinnar var haldin í Bolungarvík 22.október 2015 í miðju verkfalls félaginu en þar sem sitjandi formaður hætti í maí 2015 vegna búsetuflutnings og varaformaður tók við, en sá hafði hvatt sætið haustið 2014 . Ársreikningar lagðir fram og samþykktir.Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur var með  spjall um lífið og tilveruna. Að lokum var boðið upp á súpu og kaffi ásamt ljúfu tónlistaratriði.        

Sjá ársskýrslu

Skýrsla vestfjarðardeildarinnar starfsárið 2008-2009.

Starfsárið hefur verið með hefðbundnum hætti, formaður hefur sótt félagstjórnafundi suður undanskyldum einum sem hann komst ekki vegna veðurs en sat símafund í staðinn.

Það hafa verið nokkrir stjórnarfundir innan deildarinnar þetta árið og deildarfundir voru 4.

 

Í minni tíð sem formaður hef ég  halda fundi með deildinni minni eftir hvern  félagsstjórnarfund og  upplýst félagsmenn um það efni og umræður sem þar fóru fram og einnig það sem er á döfinni hjá félaginu. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir, spunnist hafa upp umræður og margar ólíkar skoðanir komið fram.

Sjá skýrslu

Litlu jólin                                                                           

Fyrsta verk nýs formanns var að halda  litlu jólin fyrir sjúkraliðana, þau voru 14.des og heim bauð Halldóra Magnúsdóttir.  Við mættum 23 og áttum ánægjulega kvöldstund . Sú nýbreytni var tekin upp að ekki var skipst á pökkum heldur var peningurinn gefin til Vestfirðings  sem glímir við veikindi.

Sjá ársskýrslu

Skýrsla Vestfjarðardeildar

2011-2012.

Sjá skýrslu

Aðalfundur sjúkraliða!

Verður haldinn föstudaginn 16. nóvember að Hafraholti 24 Ísafirði.

Fundurinn hefst klukkan 19:00.

K.v. stjórnin

Láttu fegurðina aldrei fram hjá þér fara.

Fagnaðu henni í hverri fagurri ásýnd ,

heiðum himni og hverju smáblómi.

Kv Guðlaug

 

Skýrsla aðalfundar Vestfjarðardeildar 2011

Sjá skýrslu 


verður haldinn í matsal Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar
fimmtudaginn 3.nóvember kl.19:30
 stjórnin.