Vorferð Eftirlaunadeildar SLFÍ verður farin þriðjudaginn 4. júní 2013

Sjá auglýsingu

Tilkynning frá formanni deildarinnar

Vegna veikinda formanns deildarinnar verður  árlegur fræðslufundur  ekki haldinn þetta árið

Aðalfundur eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

verður haldinn mánudaginn 29 okt nk. kl: 15:00. Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 89 1 hæð

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf 

Fyrir hönd Lífeyrisdeíldar 

Erla Bára Andrésdóttir, formaður 

Óskum öllum  sjúkraliðum fjær og nær gleðilegs sumars, með ósk um að þið njótið ykkar í sól og sumri.

Deildin þakkar S.L.F.Í. fyrir stuðninginn við sumarferðina sem tókst með eindæmum vel.

Kveðja.

Fyrir hönd stjórnar.

Erla Bára  Andrésdóttir formaður .

Aðalfundur deildarinnar verður haldinn 31. október nk. að Grettisgötu 89 (BSRB húsinu)

 

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

Skýrsla stjórnar Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

frá 2006---2007.

 

 

Ágætu sjúkraliðar. Á síðast liðnu ári hefur okkur fjölgað úr 347 í  375

Okkur fjölgar hratt sem ganga yfir í eftirlaunadeild SLFÍ.

 

Árið 2006 létust 3 sjúkraliuðar, sem voru í okkar deild, það voru þær

Eva Kristinsdóttir, Guðrún Hansdóttir og Anna Hauksdóttir

og bið ég fundarmenn að standa upp í virðingarskyni við minningu þeirra.

 

 

Á síðasta aðalfundi gekk úr stjórn Inga Guðrún Gunnlaugsdóttir

 og við tók Helga Pétursdótir.

 Síðastliðið ár voru fundir alls, 4 stjórnarfundir, 4 vinnufundir, jólafundur og fræðslufundur.

 40 ára afmæli SLFÍ var þann 21. nóv 2006 og í tilefni af

því var ráðstefna haldin þann 17. nóv. og tóskt það vel og mikið var til skemmtunar, og það sem mér og fleirum fannst standa  upp úr var ávarp sem Sigurbirna Hafliðadóttir flutti og nefndi Störfin  fyrr á árum.

Það var hrein snilld  hjá henni vel að orði komist.

Í tiefni afmælisins slóu nokkrar deildir félasins saman og gáfu Formanni SLFÍ hálsmen.

 Jólafundur var í des. og til okka kom Súsanna Svavarsdóttir og las upp úr nýrri bók. Að öðruleiti var fundurin hefðbundinn.

   Fundurinn var vel sóttur.  Fræðslufundur var í marz Fræðsluefnið var

Námsleið fyrir sjúkraliða, svo kölluð brúarumræða og komu þær Kristín Á Guðmundsdóttir og Birna Ólafsdóttir og  útskýrðu fyrir okkur þessa námsleið.

31. maí var fulltrúaþing SLFÍ og margt um manninn sú sem hér stendur sat það   ásamt Þorbjörgu Einarsdóttur. Þar fór fram formannskjör og sigraði Kristín Á Guðmundsdóttir með yfir 60 % atkvæða.

Ég sat einn fund hjá Skjóli sem fulltrúi lífeyrisfélags Ríkis og bæja.

 

   Svo var farin sumarferð  í júní  sem heppnaðist mjög vel og vorum við 68 alls Jóhanna Traustad  formaður RVK og Kristín Ólafsdóttir varaformaður SLFÍ   komu með í ferðina og best ég veit þótti  þeim skemmtilegt kölluðu þær ferðina embættisferð.

 

 Vil ég koma þakklæti frá okkur til SLFÍ fyrir að gera okkur kleift að komast í sumarferðina.

 En félagið leggur til rútur og mat fyrir okkur

Helga Pétursdóttir ritari hefur gert ferðinni góð skil í síðasta sjúkraliða blaði.

 Fundir liggja niðri á sumrin. Þetta er nú það helst sem gerst hefur á árinu sem er að líða .

Erla Bára Andresdóttir


Lesa meira: Jólafundur

 

 

 

 Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

 

var haldinn 5. des. Ž07 að Grettisgötu 89,  kl: 15.00 -17.30

 

það var margt á dagskrá:

 

Svala S Thomsen, sjúkraliði og djákni

var með hugvekju  sem var alveg, yndisleg.

Edda Andresdóttir las  úr nyrri bók sem hún skrifaði

sem heitir Í öðru landi,

svo var kaffi og kræsingar á sínum stað

 

Eftir kaffi

kom Jóhanna Traustadóttir, formaður Reykjavíkurdeildar og gaf öllum sjúkraliðum könnur merktar Reykjavíkurdeild og vakti það mikla lukku og þökkum við fyrir það.

Aðalbjörg las upp ljóð. 

 

Svo var happdrætti, og að lokum komu 4 tónlistarmenn kvartett.

Árstíðarkvartettinn.

Ólöf á selló

Martin á fiðlu

Ágústa á fiðlu

Kayt á víólu

og léku þau yndisleg lög fyrir okkur,

við vorum mikið menningarlegar að ég held  á þessum jólafundi.

 

Fyrir hönd stjórnar óskum við sjúkraliðum  nær og fjær. Gleðilegra jóla og gott nýtt ár .

Jólakveðja

Þökkum  allt gott á árinu innilegt þakklæti til Sjúkraliðafélagsins fyrir góðan stuðning.

 

Erla Bára Andresdóttir formaður Eftirlaunadeild S.L.F.Í

 

Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

 

verður haldinn.

 

miðvikudaginn 29. október 2008

 

að Grettisgötu 89 1. hæð kl: 1500.

 

 

Dagskrá aðalfundar.

 

1.      Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna.

2.      Skýrsla stjórnar.

3.      Reikningar lagðir fram.

4.      Tillögur um breytingar á reglum deildarinnar.

5.      Kosning formanns.

6.      Kosning stjórnar.

7.      Kosning félagskjörinna skoðunarmanna.

8.      Kosning fulltrúa til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands.

9.      Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun deildarinnar til  

         samþykktar.

 

         Kaffiveitingar.

 

10.      Önnur mál.

 

Verið dugleg að mæta.

 

Stjórnin.

 

 

 

 

 

Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

 

Frá 2007-2008.

 

 

Ágætu sjúkraliðar, og aðrir gestir. Á síðastliðnu ári  hefur okkur fjölgað. við teljum 383 að svo stöddu í vinnu eru 37 manns.

Síðastliðið ár hafa 12 manns látist, bið ég  alla um að standa upp og votta þeim látnu  virðingu, blessuð sé þeirra minning.

 

Fundir á síðastliðnu ári vor 7 fundir  alls, 11 febrúar  gerðum við ályktun um að  bæta kjör aldraða og öryrkja. Gunnar Gunnarsson  hjálpaði til með orðalag eins og honum einum er lagið.

 Afrit sent formanni LSR innan BSRB  Elínu Brymdísi og það síðan sent til stjórnar BSRB ,um að reyna að knýja fram loforðin sem um er talað í  ályktunni. Fræðslufundur sem átti að vera í mars  féll niður vegna minnar forfalla.

Stjórnin breytti aðeins til um aðsetur höfum oftast fundi á Grensársveg 16,  en  tvisvar sinnum bauð Helga Pétursdóttir okkur heim til sín  og var það góð tilbreyting, og ekki vantaði kræsingarnar hjá henni.

22. apríl fórum við 5 stjórnarkonur í heimsókn á Selfoss að skoða       nýja sjúkrahúsið sem er glæsilegt og vel var tekið á móti okkur en Ida hafði  allan vega og vanda af móttöku nefndinni .

 

Okkur var  boðið kaffi og  kökur  og heppnaðist þessi skoðunarferð vel .

17 apríl sat ég vorfund hjá Skjóli   en ég gaf kost á mér sem fulltrúi frá SLFÍ og sit ég 2 fundi í þeirri stjórn á ári

17.fulltrúaþing  SLFÍ var   16. maí 08 og það  sóttu þær Þorbjörg Einarsdóttir og Helga Pétursdóttir.

Sumarferðin var svo í júní og vorum við  sjötíu og þrjú.

Og víða farið um Suðurland.

Í Þjósárveri var  nestið tekið og kom upp óvæntur smellur en annar bílsstjórinn var með harmonikku og sló bara upp  balli og mikið fjör á  því,

og síðan var kvöldverður snæddur í Skíðaskálanum.

Helga Pétursdóttir hefur skrifað góða ferðarsögu , sem birt var í síðasta  sjúkraliðablaðinu , góður penni hún Helga.  Og færum

Við sjúkraliðafélaginu  bestu þakkir fyrir að gera okkur kleift að fara í  árlega sumarferð en félagði borgar mat og rútur.

Tengiliður okkar er Jóhanna Traustadóttir  formaður Reykjavíkur deildar og hefur hún verið ólöt að fylgja okkur eftir , ef hún er beðin um það og fær hún bestu þakkir frá því í sumar fyrir alla hjálpina við okkur í ferðinni.

 

 

Þetta er nú það helsta

 sem  við höfum fram að færa ,

og  að síðust vil ég þakka stjórnarmönnum fyrir gott samstarf á árinu og , með söknuð í hjarta kveð ég Halldóru Kristjánsdóttur sem gengur nú úr stjórn , en hún hefur verið í stjórn eða varamaður  í 10 ár.

Og  þakka deildarmönnum fyrir komuna á fundina á árinu.

 

Erla Bára Andrésdóttir, formaður. Eftirlaunadeild .S.L.F.I.

 

 

 

                                      

 

 

 

 

 

Fræðslufundur

Eftirlaunadeild S.L.F.Í.

 

Fræðslufundur verður haldinn

 

mánudaginn 23. mars kl: 15.00.

að Grettisgötu 89 1. hæð.

 

Fundarefni.

 

 

Hulda Karen Ólafsdóttir sjúkraliði og félagsfræðingur .

Kynnir BA ritgerð sína.

 

Sjúkraliðafélag Íslands - sérnám sjúkraliða í hjúkrun aldraðra.

BA ritgerð í félagsfræði við Háskóla Íslands.

 

Kaffi og meðlæti  á sínum stað kostar 500,- kr.

 

 

Spennandi fundarefni

 

 

 

Stjórnin.