Lesa meira: Jólakveðja

fyrir hönd stjórnar. Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.
 
Óskum við ykkur Gleðilegra jóla og þökkum fyrir allan stuðning við okkur
í deildinni gott nýtt ár 2008
 
Jólakveðja
Erla Bára Andresdóttir formaður Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.
 

Fyrir hönd stjórnar Eftirlaunadeildar.

 

 

 

Óskum við sjúkraliðum fjær og nær,

gleðilegs sumars þökkum fyrir veturinn.

 

Sumarkveðja

Erla Bára Andresdóttir, formaður Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

 

 

Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

 

verður haldinn.

 

miðvikudaginn 29. október 2008

 

að Grettisgötu 89 1. hæð kl: 1500.

 

 

Dagskrá aðalfundar.

 

1.      Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna.

2.      Skýrsla stjórnar.

3.      Reikningar lagðir fram.

4.      Tillögur um breytingar á reglum deildarinnar.

5.      Kosning formanns.

6.      Kosning stjórnar.

7.      Kosning félagskjörinna skoðunarmanna.

8.      Kosning fulltrúa til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands.

9.      Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun deildarinnar til  

         samþykktar.

 

         Kaffiveitingar.

 

10.      Önnur mál.

 

Verið dugleg að mæta.

 

Stjórnin.

 

 

 

 

 

Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

 

Frá 2007-2008.

 

 

Ágætu sjúkraliðar, og aðrir gestir. Á síðastliðnu ári  hefur okkur fjölgað. við teljum 383 að svo stöddu í vinnu eru 37 manns.

Síðastliðið ár hafa 12 manns látist, bið ég  alla um að standa upp og votta þeim látnu  virðingu, blessuð sé þeirra minning.

 

Fundir á síðastliðnu ári vor 7 fundir  alls, 11 febrúar  gerðum við ályktun um að  bæta kjör aldraða og öryrkja. Gunnar Gunnarsson  hjálpaði til með orðalag eins og honum einum er lagið.

 Afrit sent formanni LSR innan BSRB  Elínu Brymdísi og það síðan sent til stjórnar BSRB ,um að reyna að knýja fram loforðin sem um er talað í  ályktunni. Fræðslufundur sem átti að vera í mars  féll niður vegna minnar forfalla.

Stjórnin breytti aðeins til um aðsetur höfum oftast fundi á Grensársveg 16,  en  tvisvar sinnum bauð Helga Pétursdóttir okkur heim til sín  og var það góð tilbreyting, og ekki vantaði kræsingarnar hjá henni.

22. apríl fórum við 5 stjórnarkonur í heimsókn á Selfoss að skoða       nýja sjúkrahúsið sem er glæsilegt og vel var tekið á móti okkur en Ida hafði  allan vega og vanda af móttöku nefndinni .

 

Okkur var  boðið kaffi og  kökur  og heppnaðist þessi skoðunarferð vel .

17 apríl sat ég vorfund hjá Skjóli   en ég gaf kost á mér sem fulltrúi frá SLFÍ og sit ég 2 fundi í þeirri stjórn á ári

17.fulltrúaþing  SLFÍ var   16. maí 08 og það  sóttu þær Þorbjörg Einarsdóttir og Helga Pétursdóttir.

Sumarferðin var svo í júní og vorum við  sjötíu og þrjú.

Og víða farið um Suðurland.

Í Þjósárveri var  nestið tekið og kom upp óvæntur smellur en annar bílsstjórinn var með harmonikku og sló bara upp  balli og mikið fjör á  því,

og síðan var kvöldverður snæddur í Skíðaskálanum.

Helga Pétursdóttir hefur skrifað góða ferðarsögu , sem birt var í síðasta  sjúkraliðablaðinu , góður penni hún Helga.  Og færum

Við sjúkraliðafélaginu  bestu þakkir fyrir að gera okkur kleift að fara í  árlega sumarferð en félagði borgar mat og rútur.

Tengiliður okkar er Jóhanna Traustadóttir  formaður Reykjavíkur deildar og hefur hún verið ólöt að fylgja okkur eftir , ef hún er beðin um það og fær hún bestu þakkir frá því í sumar fyrir alla hjálpina við okkur í ferðinni.

 

 

Þetta er nú það helsta

 sem  við höfum fram að færa ,

og  að síðust vil ég þakka stjórnarmönnum fyrir gott samstarf á árinu og , með söknuð í hjarta kveð ég Halldóru Kristjánsdóttur sem gengur nú úr stjórn , en hún hefur verið í stjórn eða varamaður  í 10 ár.

Og  þakka deildarmönnum fyrir komuna á fundina á árinu.

 

Erla Bára Andrésdóttir, formaður. Eftirlaunadeild .S.L.F.I.

 

Gleðileg jól þökkum liðin ár

 

og innilegt þakklæti til S.L.F.Í

fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða.

Jólakveðja til allra sjúkraliða  fjær og nær

 

Fyrir hönd

Eftirlaunadeildar S.L.F.Í

Erla Bára formaður ELD.

 

 

 

 

                                      

 

 

 

 

 

Fræðslufundur

Eftirlaunadeild S.L.F.Í.

 

Fræðslufundur verður haldinn

 

mánudaginn 23. mars kl: 15.00.

að Grettisgötu 89 1. hæð.

 

Fundarefni.

 

 

Hulda Karen Ólafsdóttir sjúkraliði og félagsfræðingur .

Kynnir BA ritgerð sína.

 

Sjúkraliðafélag Íslands - sérnám sjúkraliða í hjúkrun aldraðra.

BA ritgerð í félagsfræði við Háskóla Íslands.

 

Kaffi og meðlæti  á sínum stað kostar 500,- kr.

 

 

Spennandi fundarefni

 

 

 

Stjórnin.

 

 

var haldinn 23. mars 2009

að Grettisgötu 89

kl: 15.00

 

 

 

Fundarefni

 

 

Hulda Karen  Ólafsdóttir kynnti fyrir okkur BA ritgerð sína,

en Hulda Karen er sjúkraliði og með BA í félagsfræði

frá Háskóla Íslands.

 

 

 

Það var alveg super mæting á fundinn

og mjög fróðlegt sem hún hafði fram að færa

síðan var kaffi og meðlæti

og allar á fundinum voru ánægðar með fundarefnið.

 

 

Erla Bára Andrésdóttir

formaður Eftirlaunadeilsar S.L.F.Í.

 

 

Sjá myndir af fundinum

Ágætu sjúkraliðar .

Og aðrir gestir verið velkomin á aðalfund .

 

 

 

Síðastliðið ár voru  9 fundir .

 

4 stjórnarfundir ,   jólafundur, fræðslufundur ,

5 vinnufundir .

 

Okkur fjölgar enn, nálægt 400 deildarmenn eru nú

 

Því miður gat ég  ekki fundið út hve margir  sjúkraliðar létust á árinu ,,,en ég bið ykkur fundamenn að standa upp og vottum  þeim  látnu virðingu   , Blessuð sé minning þeirra.

 

Jólafundur var með hefðbundnu sniði

,

Séra Karl Matthíasson  var með hugvekju .

 

Kolfinna Baldursdóttir  las upp úr bók   móður sinnar.

 

Happadrættið á sinum stað svo kom Árni Ísleifs og lék  á

 

píanó og mikið stuð á því .

 

Nokkrar konur syndu handverk ,,,og mættu fleiri konur koma með  eitthvað á næsta fund,,  (ef þið viljið láta vita  áður= þá bið ég Helgu að vera við símann S. 5514164

 

 

Í mars fórum við Helga Pétursdóttir á vorfund Skjóls en í Stórustjórn Skjóls er kosnir fulltrúar frá hinum ýmsu félögum.

Sú sem stendur hér er frá SLFÍ. Og til vara er Helga Pétursdóttir.

Það kom fram á fundinum að  það væri ótrúleg aukning á lyfjakostnaði og nú þyrfti að spara. Það var vel mætt á fundinn og alltaf  flottar veitingar hjá  þeim á Skjóli.Það eru  2 fundir á ári  vor fundur og haust fundur.

 

 

Svo var  fræðslufundur   í mars.

Og fengum Huldu Karen til að ávarpa okkur.....

 

 

Svo  sumarferð sem var svo farin 9 júní

Og vil ég benda ykkur á (  grein um  ferðina sem er í nýjasta sjúkraliðablaðinu sem Helga Pétursdóttir skrifaði )

,,mjög skemmtilegt hjá henni ,,og einnig eru myndir frá

 

ferðinni inn á síðu Reykjavíkur deildar á netinu slóðin er

www.slfi.is

Þetta er nú það helst sem gert hefur verið hjá okkur 

 

Erla Bára Formaður Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

 

 

 

Fyrir hönd stjórnar ,eftirlaunadeildar. S.L.F.Í.

 

Óskum við ykkur. Gleðilegra jóla og farsælts  nýtt ár

Með þökk fyrir alla aðstoð við okkur .

 

 

 

GLEÐILEG JÓL.

 

Erla Bára Andresdóttir.

 

Sjá myndir frá fræðslufundi í mars 2009 með því að fara í myndir

 

Fræðslufundur  Eftirlaunadeildar Sjúkraliðafélags Íslands

verður haldinn, miðvikudaginn 24. mars nk. að Grettisgötu 89, 1. hæð, kl. 15:00

 

Birkir Högnason  kynnir Ungliðadeild Sjúkraliðafélags Íslands

 

Kaffi og  meðlæti

 

Mætum hress

 

 

Stjórn Eftirlaunadeildar

Sjúkraliðafélags Íslands

 

 

Fundur eftirlaunadeildar SLFÍ, haldin 24. mars 2010 að Grettisgötu 89 1 hæð Rvk.

 

Samþykkir einróma  stuðningsyfirlýsingu við SLFÍ um kröfu félagsins þess efnis að minnka vinnuálag á sjúkraliða, sem sífellt eykst á deildum.

 

 

Fyrir hönd stjórnar eftirlaunadeildar SLFÍ

Erla Bára Andrésdóttir.

Aðalfundur

 

Eftirlaunadeildar Sjúkraliðafélags Íslands

verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember, kl. 15:00 í BSRB-húsinu,

Grettisgötu 89, 1. hæð.

 

Fundarefni:

 

·      Venjuleg aðalfundarstörf

·      Önnur mál

 

Félagar hvattir til mæta

 

Stjórnin