Ágætu sjúkraliðar .

Og aðrir gestir verið velkomin á aðalfund .

 

 

 

Síðastliðið ár voru  9 fundir .

 

4 stjórnarfundir ,   jólafundur, fræðslufundur ,

5 vinnufundir .

 

Okkur fjölgar enn, nálægt 400 deildarmenn eru nú

 

Því miður gat ég  ekki fundið út hve margir  sjúkraliðar létust á árinu ,,,en ég bið ykkur fundamenn að standa upp og vottum  þeim  látnu virðingu   , Blessuð sé minning þeirra.

 

Jólafundur var með hefðbundnu sniði

,

Séra Karl Matthíasson  var með hugvekju .

 

Kolfinna Baldursdóttir  las upp úr bók   móður sinnar.

 

Happadrættið á sinum stað svo kom Árni Ísleifs og lék  á

 

píanó og mikið stuð á því .

 

Nokkrar konur syndu handverk ,,,og mættu fleiri konur koma með  eitthvað á næsta fund,,  (ef þið viljið láta vita  áður= þá bið ég Helgu að vera við símann S. 5514164

 

 

Í mars fórum við Helga Pétursdóttir á vorfund Skjóls en í Stórustjórn Skjóls er kosnir fulltrúar frá hinum ýmsu félögum.

Sú sem stendur hér er frá SLFÍ. Og til vara er Helga Pétursdóttir.

Það kom fram á fundinum að  það væri ótrúleg aukning á lyfjakostnaði og nú þyrfti að spara. Það var vel mætt á fundinn og alltaf  flottar veitingar hjá  þeim á Skjóli.Það eru  2 fundir á ári  vor fundur og haust fundur.

 

 

Svo var  fræðslufundur   í mars.

Og fengum Huldu Karen til að ávarpa okkur.....

 

 

Svo  sumarferð sem var svo farin 9 júní

Og vil ég benda ykkur á (  grein um  ferðina sem er í nýjasta sjúkraliðablaðinu sem Helga Pétursdóttir skrifaði )

,,mjög skemmtilegt hjá henni ,,og einnig eru myndir frá

 

ferðinni inn á síðu Reykjavíkur deildar á netinu slóðin er

www.slfi.is

Þetta er nú það helst sem gert hefur verið hjá okkur 

 

Erla Bára Formaður Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

 

 

 

Fyrir hönd stjórnar ,eftirlaunadeildar. S.L.F.Í.

 

Óskum við ykkur. Gleðilegra jóla og farsælts  nýtt ár

Með þökk fyrir alla aðstoð við okkur .

 

 

 

GLEÐILEG JÓL.

 

Erla Bára Andresdóttir.

 

Sjá myndir frá fræðslufundi í mars 2009 með því að fara í myndir

 

Fræðslufundur  Eftirlaunadeildar Sjúkraliðafélags Íslands

verður haldinn, miðvikudaginn 24. mars nk. að Grettisgötu 89, 1. hæð, kl. 15:00

 

Birkir Högnason  kynnir Ungliðadeild Sjúkraliðafélags Íslands

 

Kaffi og  meðlæti

 

Mætum hress

 

 

Stjórn Eftirlaunadeildar

Sjúkraliðafélags Íslands

 

 

Fundur eftirlaunadeildar SLFÍ, haldin 24. mars 2010 að Grettisgötu 89 1 hæð Rvk.

 

Samþykkir einróma  stuðningsyfirlýsingu við SLFÍ um kröfu félagsins þess efnis að minnka vinnuálag á sjúkraliða, sem sífellt eykst á deildum.

 

 

Fyrir hönd stjórnar eftirlaunadeildar SLFÍ

Erla Bára Andrésdóttir.

Aðalfundur

 

Eftirlaunadeildar Sjúkraliðafélags Íslands

verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember, kl. 15:00 í BSRB-húsinu,

Grettisgötu 89, 1. hæð.

 

Fundarefni:

 

·      Venjuleg aðalfundarstörf

·      Önnur mál

 

Félagar hvattir til mæta

 

Stjórnin

Jólafundur eftirlaunadeildar S.l.F.I.

 

Var haldin fimmtudaginn 2.desember 2010 að Grettisgötu 89.

 

Hefðbundin dagskrá:

Séra karl V Matthíasson var með yndislega hugvekju og jólaspjall

Guðrún Ögmundsdóttir las upp úr  bók sinni Hjartað Ræður För.

Skemmtilegur rithöfundur .

 

Kaffihlaðborð og kræsingar, ekki vantaði það.

 

Handverksýning og  happadrætti. 

Svo kom Árni Ísleifsson og lék á píanó jólalög og fleiri  skemmtileg  lög.

Svo var pakka leikur allar áttu að koma með pakka en sumar gleymdu því þannig að sumar fengu og aðrar ekki, svona getur  nú gerst.

 

 

ÞAÐ HEFÐI MÁTT VERA  FLEIRI  SEM MÆTTU.

31  gestur og 9 stjórnarkonur  sem komu , ef til vill er  ekki áhugi fyrir jólafundi.

 

Því við   sendum     412 bréf út um allt land  fyrir fundinn.

Það mætti fara að ATH það mál.

Ég vil þakka öllum sem komu  og gerðu okkur glaðan dag.

Og einnig þakka stjórninni og varastjórn  fyrir  baksturinn og mörg velunnin verk sem tilheyra  undirbúningi fyrir jólafund.

Og í jólanefnd var kosin  auk okkar í stjórn Valgerður Þorvarðardóttir. sem stóð sig með prýði þökkum henni vel fyrir.

 

Fyrir hönd stjórnar óskum við  öllum sjúkraliðum Gleðilegra jóla og alls góðs á  nýju ári

Og þökkum stjórn S.L.F.Í.

Formaður eftirlaunadeildar.

Erla Bára Andrésdóttir