Lesa meira: Sumarferð eftirlaunadeildar SLFÍ

Sumarferð eftirlaunadeildar SFLÍ verður farin þriðjudaginn 19.júní 2018

Brottför stundvíslega kl: 11.00 frá Umferðarmiðstöðinni B.S.Í. 

Greiða þarf fargjaldið Kr: 4000.þús. í rútunni við brottför, ATH. engin kort tekin.

 

Sætapantanir föstudaginn 15. júní frá kl: 17-18.

Hrefna Gunnlaugsdóttir, s. 557-6790

Hrafnhildur Hámundardóttir, s. 557-1149 

Deildin telur nú 630 félaga.

5 fundir voru frá október 2016 til nóvember 2017.

50 ára Afmæli S.L.F.Í. var haldið í nóvember 2016 og voru félagar ánægðir með það, nokkra úr stjórninni mættu.

Bókin Sjúkraliðar í 50 ár er til sölu og kostar kr. 3.500.

Hægt er að nálgast hana á skrifstofu félagsins og einnig  hægt að hringja og biðja um að senda sér hana.

Sjá skýrslu

Vorferð Eftirlaunadeildar SLFÍ verður farin þriðjudaginn 4. júní 2013

Sjá auglýsingu

Tilkynning frá formanni deildarinnar

Vegna veikinda formanns deildarinnar verður  árlegur fræðslufundur  ekki haldinn þetta árið

Aðalfundur eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

verður haldinn mánudaginn 29 okt nk. kl: 15:00. Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 89 1 hæð

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf 

Fyrir hönd Lífeyrisdeíldar 

Erla Bára Andrésdóttir, formaður 

Óskum öllum  sjúkraliðum fjær og nær gleðilegs sumars, með ósk um að þið njótið ykkar í sól og sumri.

Deildin þakkar S.L.F.Í. fyrir stuðninginn við sumarferðina sem tókst með eindæmum vel.

Kveðja.

Fyrir hönd stjórnar.

Erla Bára  Andrésdóttir formaður .

Lífeyrisdeild SLFÍ fór í sína árlegu sumarferð þann 5. júní s.l.

 

 

Sjá má myndir úr ferðinni í myndaalbúmi.

Hin árlega sumarferð Eftirlaunadeildar Sjúkraliðafélags Íslands var farin 5. júní síðastliðinn. Ferðinni var heitið í Borgarfjörð.

 

          Farið var klukkan tíu frá Reykjavík í tveimur rútum, samtals 66 manns. Leiðsögumaður var Ásgeir Pálsson, en hann hefur verið með okkur í sumarferðunum undanfarin ár.

          Fyrsti viðkomustaður var Landnámssetrið í Borgarnesi, mjög áhugaverður staður. Þar næst fórum við að Hvanneyri og skoðuðum ullarselið, glæsilegt handverk sem gaman er að skoða.

 

Í kaffi að Brúarási

          Síðan var ekið fram Borgarfjörð að Brúarási, samkomuhúsi í Hálsasveit. Á þeim hlýja og notalega stað drukkum við kaffi og borðuðum nesti okkar, og þar var setið og spjallað og sungið. Og ekki minnkaði gleðin þegar Sólveig Indiana, sjúkraliði, tilkynnti okkur að hún væri með gjafir til okkar frá Sólrúnu dóttur sinni. Hún sendi okkur 66 konum pakka með snyrtivörum. Við sendum henni innilegar kveðjur og þakkir fyrir gjöfina.

          Við kvöddum þennan góða stað og fórum að Barnafossum og Hraunfossum. Nú var veðrið farið að leika við okkur, en við héldum úr Reykjavík í rigningu.

 Kvöldverður í Hvalfirði

          Kvöldverður var snæddur á Hótel Glym í Hvalfirði. Þar var tekið vel á móti okkur, skreytt borð með birki úr skóginum, og var vel vandað til alls. Kvöldið var ánægjulegt í alla staði.

          Áfram var haldið til Reykjavíkur að loknum kvöldverði. Við ókum Hvalfjörðinn í yndislegu veðri og komum í bæinn klukkan hálf ellefu.

          Stjórn Eftirlaunadeildar færir formanni og stjórn Sjúkraliðafélagsins bestu þakkir fyrir þeirra stuðning við okkur. Einnig færum við leiðsögumanni og bílstjórum okkar bestu kveðjur og þakkir.

Fyrir hönd Eftirlaunadeildar,

Helga Pétursdóttir.

 

Sjá myndir

 

         

 

Aðalfundur deildarinnar verður haldinn 31. október nk. að Grettisgötu 89 (BSRB húsinu)

 

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

Skýrsla stjórnar Eftirlaunadeildar S.L.F.Í.

frá 2006---2007.

 

 

Ágætu sjúkraliðar. Á síðast liðnu ári hefur okkur fjölgað úr 347 í  375

Okkur fjölgar hratt sem ganga yfir í eftirlaunadeild SLFÍ.

 

Árið 2006 létust 3 sjúkraliuðar, sem voru í okkar deild, það voru þær

Eva Kristinsdóttir, Guðrún Hansdóttir og Anna Hauksdóttir

og bið ég fundarmenn að standa upp í virðingarskyni við minningu þeirra.

 

 

Á síðasta aðalfundi gekk úr stjórn Inga Guðrún Gunnlaugsdóttir

 og við tók Helga Pétursdótir.

 Síðastliðið ár voru fundir alls, 4 stjórnarfundir, 4 vinnufundir, jólafundur og fræðslufundur.

 40 ára afmæli SLFÍ var þann 21. nóv 2006 og í tilefni af

því var ráðstefna haldin þann 17. nóv. og tóskt það vel og mikið var til skemmtunar, og það sem mér og fleirum fannst standa  upp úr var ávarp sem Sigurbirna Hafliðadóttir flutti og nefndi Störfin  fyrr á árum.

Það var hrein snilld  hjá henni vel að orði komist.

Í tiefni afmælisins slóu nokkrar deildir félasins saman og gáfu Formanni SLFÍ hálsmen.

 Jólafundur var í des. og til okka kom Súsanna Svavarsdóttir og las upp úr nýrri bók. Að öðruleiti var fundurin hefðbundinn.

   Fundurinn var vel sóttur.  Fræðslufundur var í marz Fræðsluefnið var

Námsleið fyrir sjúkraliða, svo kölluð brúarumræða og komu þær Kristín Á Guðmundsdóttir og Birna Ólafsdóttir og  útskýrðu fyrir okkur þessa námsleið.

31. maí var fulltrúaþing SLFÍ og margt um manninn sú sem hér stendur sat það   ásamt Þorbjörgu Einarsdóttur. Þar fór fram formannskjör og sigraði Kristín Á Guðmundsdóttir með yfir 60 % atkvæða.

Ég sat einn fund hjá Skjóli sem fulltrúi lífeyrisfélags Ríkis og bæja.

 

   Svo var farin sumarferð  í júní  sem heppnaðist mjög vel og vorum við 68 alls Jóhanna Traustad  formaður RVK og Kristín Ólafsdóttir varaformaður SLFÍ   komu með í ferðina og best ég veit þótti  þeim skemmtilegt kölluðu þær ferðina embættisferð.

 

 Vil ég koma þakklæti frá okkur til SLFÍ fyrir að gera okkur kleift að komast í sumarferðina.

 En félagið leggur til rútur og mat fyrir okkur

Helga Pétursdóttir ritari hefur gert ferðinni góð skil í síðasta sjúkraliða blaði.

 Fundir liggja niðri á sumrin. Þetta er nú það helst sem gerst hefur á árinu sem er að líða .

Erla Bára Andresdóttir

Jólafundur deildarinnar verður haldinn að Grettisgötu 89

 

(BSRB húsinu) 5. des. nk.

Dagskrá send út síðar 

 

Jólafundur - Jólafundur

 

 

Jólafundur Eftirlaunadeildar SLFÍ verður haldinn miðvikudaginn   

5. desember 2007, kl. 15:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð.

 

Fundurinn verður með hefðbundnum hætti.

 

Svala S. Thomsen djákni kemur í heimsókn.

 

Lesið úr nýrri bók.                          

 

Kaffi og kræsingar  (kostar 1.000,- kr.)

Happdrættið á sínum stað.

Handverkssýningin ómissandi.

 

Og fleira verður til skemmtunar?????

 

Leynigestir ????????

 

Mætið hress og með jólaandann með ykkur og endilega að taka

með ykkur gesti.

 

 

Stjórnin